Dugmiklir peyjar í útrás.

Þetta líkar mér að heyra, Vestamannaeyingar sækja í sig veðrið í staðinn fyrir að leggjast niður og rembast við að benda á allt og alla í kringum sig sem skemmdu lifistandardinn og tækifærin. Þessir menn ryðjast fram og gera hlutina.

Er þetta ekki sem vantar örlítið í íslenska þjóðarsálina núna? Ég er alls ekki að tala niður til þeirra sem eru að missa vinnuna, sparnaðinn og eru komnir með allt niðrum sig núna. Hinsvegar er ég að krítisera þennan dásamlega grátkór Íslendinga, það þarf að tuða yfir öllu og reyna finna sökudólga. Það sem heyrist miklu minna í er fólkið sem er annaðhvort á fullu í lífróðrinum með að bjarga sér og sínum aftur um borð í hina svokölluðu þjóðarskútu svo hinsvegar fólkið sem heldur áfram, er ekkert að gefast upp rétt á meðan móti blæs. Jújú vissulega er bankakreppa, jújú vissulega er Steingrímur J ógurlega reiður, jújú vissulega eru einhverjir nemar sem halda að þeir geta breytt ástandinu, jújú vissulega komast menn núna upp með að vera hettuklæddir mótmælendur sem eru hylltir fyrir að vera glæpamenn.

Ég vil breytingar, en ég vil ekki breytingar á stjórn bara að því að móðursjúkir unglingar með hettur reyna að frelsa fólk úr fangelsi, ég vil ekki breytingar á kostnað þess að við hættum að bera virðingu fyrir lögum og reglum, ég vil ekki breytingar sem verða í eðli sínu verri til lengri tíma litið. Hvað sem gerist upp úr þessu þá munum við Íslendingar borga fyrir það sem er að gerast, mig vantar ekki að þurfa borga skemmdarverk hettuklæddra nafnlausra aumingja sem þykjast vera að gera þjóðinni gagn!

Fólk sjáið peyjana í eyjum, þeir breyta, þeir gera.

Fólk ætti að taka þá til fyrirmyndar.

end of rant


mbl.is Í hverri þrengingu eru tækifæri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dís

Vá, er svona leiðinlegt í aðferðarfræðinni. Þú bara farinn að blogga

Birna Dís , 28.11.2008 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þórarinn Ásdísarson

Höfundur

Þórarinn Guðmundsson
Þórarinn Guðmundsson
Nemi

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...pano_632061
  • ..._1_by_iqeye
  • Photo 54
  • Photo 59
  • Speglu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband