3.5.2008 | 10:54
Frumuhugvekja
Jújú það er víst alveg kominn tími á að það komi lítill bloggtittur hérna, sérstaklega í ljósi þess að ég stofnaði þetta blogg í síðasta jólaprófinu sem var akkúrat bókfærsla. Núna hinsvegar er ég í lokaprófi í lögfræði, er búinn að svara ýmsu og er nokkuð sáttur, á einungis eftir að renna yfir skjalið mitt og hugsanlega lagar orðalag, sem oft á tíðum getur verið ákaflega gelgjulegt þegar ég er að flýta mér, engu að síður þá er ég nokkurnveginn búinn með þetta.
Þetta þýðir ekkert annað en að akkúrat eftir klukkutíma þá verð ég að klára fyrsta bjórinn minn, kominn í góðan fíling og hörku fjör í kvelld þar sem próflokadjamm á sér stað. JEIJJ
Ég er svona að spá í þessu, mér finnst eins og það hafi einungis verið í þarsíðustu viku þegar ég byrjaði að kynnast þessu liði sem ég er í skóla með, og ég með mína yndislegu fordóma horfði í kringum mig og hugsaði, djí klikkað fólk ( verð eiginlega að taka það fram að áður en við vorum klár á því hvað við hétum þá vorum við komin í það að dansa eins og óðar hænur, edrú...).
Síðan þá hefur fólkið sem ég hef unnið með eiginlega undantekningalaust verið yndislegt frá a til ö, ákaflega fríkaðar persónur auðvitað með sín vandamál og undarlega kæki, en ég er einmitt áhugamaður um fólk sem þorir, getur og gerir. Og það virðist vera samnefnari um þetta fólk sem ég er búinn að vera í deild með síðustu mánuði.
Vissulega hafa einhverjir "droppað át" en það var nokkurnvegin hægt að búast við því, þeir sem eru eftir og halda áfram hér í skólanum verða í sambandi örugglega þangað til síðasta brottförin verður og þá getur maður litið afturfyrir sig og séð að þessi tími sem við deildum, í súru og sætu. Álagi sem við höfðum aldrei kynnst, lætin vitleysan en engu að síður öll þessi yndislega skemmtun sem við erum búin að vera upplifa allan þennan tíma, hefur klárlega styrkt mig og gert mig að einhverskonar betri manni.
En jæja klára þetta blessaða próf svo að ég komist nú á almennilegt fyllerí.
Kveðja
Tóti sem er að klára Frumgreinadeildina á Bifröst.
Frumur 2008 til hamingju með árangurinn, þið eruð FOKKINGS snillar!!!
Tóti Fruma signing off....
Tóti Háskólanemi signing in...
Um bloggið
Þórarinn Ásdísarson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.