Heimspekikaffihúsið á bifröst

Já það sem var rætt í heimspekinni var að leita eftir tilgangi lífsins en endaði í einhverjum trúarbragðapælingum. Ég sem viss trúleysingi á erfitt með að kaupa öll þau rök sem rædd voru, þrátt fyrir það þá er það staðreynd að við lifum eftir mörgum kristnum gildum. Allir þekkja söguna af því þegar Móses kallinn rölti niður brekkuna eftir að hafa verið gefnar steintöflur sem brennandi runni lét hann vita af. Þarna voru settar reglur sem við engu að síður lifum vel flest eftir, en erfitt að fara alveg eftir því. Það eru ekkert allir sem virða föður sína og móður, oft á tíðum er erfitt að láta það eiga sig að girnast konu, mann, bíl eða velferð einhvers annars, og í raun má segja að einn mesti drifkraftur nútíma samfélags er öfund. Því oft er það öfundin sem lætur fólk gera ótrúlegustu hluti, eins og að skrá sig í nám einhverstaðar, hætta í vinnunni sinni til að geta veitt sér og sínum meira. Ég er samt alls ekki að segja að öfund sé eitthvað beinlínis jákvætt, yfirleitt er þetta vond tilfinning en flest okkar höfum upplifað eitthvað af þessum tilfinningum, þá er ég að nefna öfund, girnd og þessar vondu tilfinningar sem tíundaðar eru á töflunum frægu.

Já en það átti að ræða um tilgang lífsins og þá hvort trúin gæti verið ein af ástæðum þess, ég vil alls ekki meina það, trúin getur jú auðvitað gefið einhverja lífsfyllingu og hugsanlega svarað einhverjum spurningum sem fólk vill fá svör við, það breytir hinsvegar ekki þeirri staðreynd sem í huga mér er. Ég missti mína barnatrú fljótlega eftir 12 ára aldur, byrjaði að spyrja áleitna spurninga í kristinfræðitímum sem ég var settur í rétt fyrir fermingu. Eins og „hver getur haldið því fram að við erum öll komin undan Adam og Evu, eftir að svona ótrúlega margir vísindamenn hafa  haldið áfram að þróa þróunarkenninguna?“ og „ef Adam og Eva eru okkar frumforeldrar, hefðu ekki einhverjir ættliðir þeirra orðið vanskapaðir vegna skyldleikaræktunnar?“ .  Þungamiðja þess sem ég er í raun og veru að tala um er að kristin trú eins og flestar aðrar sem ég hef í raun alls ekki kynnt mér, en spurningin er sú að hvernig í ósköpunum er hægt að halda einhverju svona fram án þess að hafa einhver haldbær rök á reiðum höndum. Kristnir benda á Biblíuna og segja að þar er hægt að finna öll svör við öllum spurningum, ja núna ætla ég ekki að gagnrýna Biblíuna því ég hef ekki lesið hana, og að öllum líkindum mun ég ekki gera það. En svo oft kemur að þessum tímapunkti að við þurfum að ræða þetta, mín trú ef einhver er að ég vil gera líf mitt betra svo að mér prívat og persónulega geti liðið betur með mig sem persónu, og þar afleiðandi geri ég líf barna minna betra. Það er í raun minn eiginlegi megintilgangur. Ég er ekki að spá í hvort ég verði ormamatur þegar ég dey, því ef ég er trúleysingi og er samt lífhræddur þá hlýtur það að gefa okkur það að ég vil lifa mínu lífi þannig að börnin mín og framtíðar barnabörn geti talað um mig sem góðan mann sem hefur alltaf gefið mig 100%  fyrir mig og afkomendur mína. Ormar fara ekki að hræða fullkomlega trúlausan mann, því ef ormar munu éta mig þá verð ég hvort eð er dauður og þá er ekki til neitt vandamál.

Kveðja heimspekingurinn Tóti 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ok.. Biblían: og ef guð skapaði himinn og jörð og adam og evu, af hverju skaut hann þá sig í fótinn með að skapa samkynhneygða, ekki eru þeir/þær sjálfskapaðir? Og svo er sagt að samkynhneygð sé synd í biblíunni. Hef fulla trú á Biblíunni henni fylgir viss orka en hins vegar voru það menn með skoðanir sem skrifuðu hana. haha flott spurning með skyldleikaræktunina.. En hins vegar hefur Biblían og önnur trúarbrögð veitt okkur siðfræði. Og án siðfræðinnar væri menning okkar í heild sinni engu betri en skordýrasiðfræði.. Þrátt fyrir undantekningar í menningum okkar að sjálfsögðu eins og morðingjar og aðrir siðblindingjar..

Takk takk áhugaverð lesning

hmm (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þórarinn Ásdísarson

Höfundur

Þórarinn Guðmundsson
Þórarinn Guðmundsson
Nemi

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...pano_632061
  • ..._1_by_iqeye
  • Photo 54
  • Photo 59
  • Speglu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband