Færsluflokkur: Bloggar
22.12.2007 | 13:39
Stjörnuspæling?
Krabbi: Samstilling er falleg, jafnvel hrífandi í þeirri mynd sem hún birtist nú. Hjá fólkinu sem stundar tai chi við ánna Whangpoo er enginn stjórnandi bara orka sem hreyfir alla samtímis.
Já það er nefninlega það, held að þessi hafi slegið öll met í óskiljanleika, eru stjörnuspár bara fyrir hina flottu nýaldar sinnaða jógakennara eða átti þetta líka að vera fyrir eðlilega vitleysinga eins og mig.
Kannski er ég bara svona ferlega einfaldur..
Well rokinn í meira jólastress, því ég þekki engann sem stundar tai chi cið við ánna Whinniethepoo og allt orðið gjörsamlega stjórnlaust af taugaveiklun og stressi í borg óttans.
Seeya on the rebound.
Tóti
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2007 | 12:18
Færsla Nr. 2.
Jæja fyrst maður er nú byrjaður á þessu þá er eins gott að halda áfram. Búinn að gera ferlega takmarkað síðan síðasta færsla var rituð. Júmm fór á eitt fyllerí, sem var svona frekar sullerí en almennt fyllerí. Semsagt þegar ég kom í bæinn eftir að hafa verið í prófi fyrr um daginn fannst mér það þræl sneddý hugmynd að fara og drekka svona almennilega.
Byrjaði uppúr 16 og klukkan 20 þá voru 10 litlir THULE horfnir ofan í mig og hugurinn leitaði einhvert. Þá var afráðið að hendaist á litlabró sem var í einhverjum kojuskemmtara að hlusta á Justin Timberlake í rosa fíling að það meiraðsegja endaði í því að hann reyndi að selja mér hugmyndina að þetta áhlustunarefni væri þokkalega gott, en þar sem ég fann fyrir að hormónar hættu að framleiðast í líkamanum hjá mér og eyrun límdust saman bara svona óafspurð, þá held ég að ég verði að lemja einhverskonar karlmennsku í bróður minn svo að hann fái nú einhverntíman bringurhár.
En já svona til að halda áfram með leiðinlegustu fylleríssögu síðan 1493 (saga sem ég man ekkert eftir en hlýtur að vera slæm) þá ákváðum við að hringja á Taxi og hundskast nirrí bæ. júmm eftir 2 tilraunir þá áttaði leigurbílstjórinn sig á því að það er töluverður munur á FLÉTTurima og FÍFurima,baðst afsökunnar og hleypti okkur inn. Við fórum niðrí bæ og höfðum prýðilegustu afsökun frá upphafi okkar tímatals til að þvælast niðrí bæ. Júmm einmitt fara hitta skólafélaga minn hann Sigurð Þór, sem var að skemmta sér svo ferlega mikið að allt djamm fyrir norðan Alpafjöll munu breytast hér með. En jæja við komumst niðrí bæ, þar fann ég fyrir svona óvenjulegum ónotakendum sem ég er ekki beint vanur og kvartaði sárann yfir matarleysi. Jú við skundum inná Hlölla, og í byrjun fyllerís..... Það vissi ekki á gott enda fórum við eftir matinn og hittum á Sigga sem fannst víst góð hugmynd að fara á Dubliners og þá held ég að sagan ætti varla að vera lengi því hvílíkur sora staður hef ég aldrei farið jafn edrú inná. Hvílíkur djöfulsins dómsdagsviðbjóður, ekki bara staðurinn sjálfur heldur líka fólkið inni, ég er nú ekki maður til að dæma svona almennt en það var eins og það hafi verið að halda uppá árangur íslenska landsliðsins í special olympics. Jiminn mér hefði bara alls ekki komið á óvar ef fólk færi að kasta vatni eða saur þarna bara í einhverju horninu...
Þannig þetta endaði með því að við kvöddum Sigurð og héldum heim á leið, afskaplega leið yfir hálf misheppnuðu djammi en um leið ákaflega forvitnilegu frá mannfræðilegu sjónarmiði ... örugglega ..
Bæjó
Tóti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.12.2007 | 11:40
Jæja þá er Tóti kallinn farinn að blogga.
Já satt er það, kallinn kominn með blogg. Hugsanlega og að öllum lýkindum 4 árum of seint. En þar sem ég á að vera í prófi akkúrat núna varð ég að finna mér EITTHVAÐ annað að gera. Held að heilinn á mér þoli ílla svona margar merkingarlausar tölur, hugsanlega skil ég þetta bara alls ekki og þá verð ég bara að sætta mig við það. En svona þegar ég horfi á þetta með gleraugum gagnrýninnar þá sé ég það helvíti vel að þetta er leti sem er komin í bakið á mér.
En eitthvað jákvætt verður nú að vera í fyrstu blogg færslu minni. Ég er nú að fara hendast í jólafrí og það er æði. Fá að sjá guttana mína er auðvitað bara æði. En ég ætla að fara hætta þessu.
Toodles í bili
Tóti.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Þórarinn Ásdísarson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar