Færsluflokkur: Bloggar

Gallaður hugbúnaður?

Ég veit ekki hvort að það sé besta hugmynd sem völ er á að uppfæra hugbúnað sem enginn vill nota og er gallaður í alla staði.

Fyrir utan það þá eru "version" brandararnir sem tröllriðu öllu árið 2002 helvíti slæmir, það eru til margir aðrir gamlir brandarar sem frekar má taka upp aftur vegna þess að ég til dæmis hef ekki heyrt þá í langan tíma.

"Hvað er blátt og var upp í tré en datt niður með hörðum skelli?  Sjálfstæðismaður  ! "

"Hvað er grænt sem var á jörðinni en er núna orðið rautt og komið upp í tré? Vinstri grænir! "

Gaman af þessu...


mbl.is Uppfært í Ísland 2.0
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dugmiklir peyjar í útrás.

Þetta líkar mér að heyra, Vestamannaeyingar sækja í sig veðrið í staðinn fyrir að leggjast niður og rembast við að benda á allt og alla í kringum sig sem skemmdu lifistandardinn og tækifærin. Þessir menn ryðjast fram og gera hlutina.

Er þetta ekki sem vantar örlítið í íslenska þjóðarsálina núna? Ég er alls ekki að tala niður til þeirra sem eru að missa vinnuna, sparnaðinn og eru komnir með allt niðrum sig núna. Hinsvegar er ég að krítisera þennan dásamlega grátkór Íslendinga, það þarf að tuða yfir öllu og reyna finna sökudólga. Það sem heyrist miklu minna í er fólkið sem er annaðhvort á fullu í lífróðrinum með að bjarga sér og sínum aftur um borð í hina svokölluðu þjóðarskútu svo hinsvegar fólkið sem heldur áfram, er ekkert að gefast upp rétt á meðan móti blæs. Jújú vissulega er bankakreppa, jújú vissulega er Steingrímur J ógurlega reiður, jújú vissulega eru einhverjir nemar sem halda að þeir geta breytt ástandinu, jújú vissulega komast menn núna upp með að vera hettuklæddir mótmælendur sem eru hylltir fyrir að vera glæpamenn.

Ég vil breytingar, en ég vil ekki breytingar á stjórn bara að því að móðursjúkir unglingar með hettur reyna að frelsa fólk úr fangelsi, ég vil ekki breytingar á kostnað þess að við hættum að bera virðingu fyrir lögum og reglum, ég vil ekki breytingar sem verða í eðli sínu verri til lengri tíma litið. Hvað sem gerist upp úr þessu þá munum við Íslendingar borga fyrir það sem er að gerast, mig vantar ekki að þurfa borga skemmdarverk hettuklæddra nafnlausra aumingja sem þykjast vera að gera þjóðinni gagn!

Fólk sjáið peyjana í eyjum, þeir breyta, þeir gera.

Fólk ætti að taka þá til fyrirmyndar.

end of rant


mbl.is Í hverri þrengingu eru tækifæri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Strætó að sigra almenningsálitið?

Nokkuð gott hjá strætó að vera impra á þessum Borgarnesstrætó sínum núna, sérstaklega í ljósi fréttaflutninga af því þegar strætó rekur fólk hægri vinstri fyrir að vera ósammála stjórn félagsins. 

Mig langar samt til að sjá ráðningasamningana sem strætó gefur út, spurning hvort einhver klausa sé þar um að manni verður í raun sagt upp ef manni finnist eitthvað varhugavert við fyrirtækið og maður hreinlega afsali sér þessum grundvallarmannréttindum eins og frelsi til að tjá sig.

Ég veit ekki um aðra en mér finnst þetta svona í ætt við mafíuna í bandaríkjunum þegar þeir voru að berja niður almennilega verkalýðshreyfingu.

Gæti auðvitað haft rangt fyrir mér, en þar sem ég vinn hjá Norðurál eins og er þá er lítil hætta á að ég missi vinnuna fyrir að tala illa um strætó....... vona ég allavega. 

 

Tóti hinn mikli samsæriskenningacopyer ! 


mbl.is Með strætisvagni í Borgarnes
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blogging in the name of !

Já það er víst tími á smá blogg, hefur reyndar enginn kvartað yfir bloggleysi hjá mér þannig ég er að taka þetta uppá mig eigið einsdæmi að rita hérna eitthvað, bara svona til að sýnast og þykjast hafa áhuga á málefnum Íslands líðandi stundar.

Þannig það er ágætt að ég taki smá yfirferð á því sem er búið að vera marktækt og ég hef eitthvað tékkað á í fréttum. (verður nokkuð augljóst að ég fylgist lítið með)

 Það fyrsta sem mér dettur í hug eru þessar stórkostlegu árásir á litlu sætu kókþambarana sem birtast í auglýsingartímum um jólin. Það er eins og Íslendingar hafa ekkert betra að gera en að ráðast á allt kvikt sem rekur hérna á strandir, og það sem verra er að ef þá rekur ekki á strandir hérna þá hengja þeir það.

Jú ég er að tala um bjarnarmorðin sem allir virðast hafa skoðanir á. Það er eins og fólk gerir sér ekki grein fyrir því hverskonar skepna þetta er, eða það gerir sér grein fyrir því en finnst það ekkert tiltökumál að svona kvikyndi sé í bakgarðinum hjá öðru fólki. Held að hugsunarhátturinn hefði breyst töluvert hjá bróðurparti Íslendinga og einnig útlendingum ef dýrið hefði gengið á land í Sauðarárkróki og gengið inná næsta leikskóla, það er ekki eins og einhverjar litlar trégirðingar sem eru hannaðar í þeim tilgangi að halda ungviðinu innan, mundi halda svona dýri frá litlum snakkbita fyrr það.

Þá kem ég að því sem ég er að reyna koma frá mér hérna, AUÐVITAÐ átti að fella dýrið ! Þetta er ekki stór og sætur kóksjúkur bangsi, þetta er villt dýr sem étur fólk. Fólk labbar um og er bara innpakkað kjöt í neytendapakkningum.  Auðvitað mundi sársoltið dýrið gæða sér á fólki og án þess að setja það í manngreiningarálit eða biðja um kennitölu.

Samkvæmt einhverju sem ég las um daginn þá fór einhver viðskiptakallinn á lítilli vespu frá Reykjavík og til Akureyrar, hann tel ég heppinn að hafa lifað af þessa ferð aðallega í tilliti til þess hvernig umferðarlágmenning Íslendinga er, en einnig í tilliti til þess að ef ísbjörninn hefði sér hann þá hefði hann örugglega álitið að þarna væri heimsendingaþjónusta á mat og gripið kappann af þjóðveginum. Hefði verið skemmtilegur fréttaflutningur en ákaflega leiðinlegur harmleikur fyrir alla sem tengjast manninum.

En svo að öðru, þar sem ég er misjafn áhugamaður um hina og þessa pólitík þá var ég að lesa pínkulitla grein í fréttablaðinu núna í gær eða fyrradag, þar var einhver dúd sem ég vil ekki nefna (hugsanlega útaf því að ég man ekkert hvað hann heitir) að tala um morfínsprautu í hagkerfið. Og þá er hann að tala um þessa stóriðju sem Íslendingar hafa verið svolítið hrifnir af í gegnum tíðina, hann vill meina að þetta sé svo hrikalegt.

Ok ég er ekkert að gera lítið úr málflutning mannsins, en það sem stakk mig svolítið er hvernig þetta var sett upp, vissulega hefur stóriðja haft gríðarleg áhrif á Íslandi og hefur þanið veskið hjá hinum ýmsu mönnum. Vissulega að það geta verið einhverjar hagfræðilegar pælingar um að þetta gæti nú verið svolítið slæmt til langtíma. En það er ekki sem ég var að pæla í, maðurinn skrifaði mjög ítarlega hversu hræðilegt þetta er og á endanum lét hann okkur lesendur vita að þetta væri allt sjálfstæðisflokkinum að kenna og þeir allir væri ákaflega vondir menn sem vilja Íslendingum ekkert gott.

Þarna kom að mínum vendipunkti þar sem ég afskrifaði það að taka mark á manninum. Það fyrsta sem ég mundi leita af í einhverri stjórnarandstöðunni væri auðvitað að sjá hvort þeir gætu breytt einhverju, hverju þeir mundu vilja breyta og hvað þeir geta gert fyrir mig ! Ég læt mitt atkvæði af hendi til að fá eitthvað í staðinn og þarna styrktist ég í trúnni með að kjósa aldrei Vinstri græna.

Það virðist vera að þetta er flokkur sem gerir ekkert annað en að vera móti ALLRI framþróun, við megum til dæmis ekki kaupa bjór útí búð, og af hverju er það? Jú því það eru fyllibyttur sem mundu kaupa hann! Það er tildæmist fáránleg rök, einhverstaðar kaupa fyllibyttur bjórinn, brennivínið og kardimommudropana. Unglingar eiga auðveldari aðgang að áfengi! Jájá unglingar í gegnum tíðina hafa nefnilega átt svo erfitt með að redda sér áfengi, þeir geta ekki einu sinni keypt sígó í 10-11!! Það eru örugglega einhver önnur og merkilegri mótrök fyrir áfengissölu í búðum en mér bara dettur engin í hug.

 En jæja, end of rant!

kveðja-

Tóti 


Frumuhugvekja

Jújú það er víst alveg kominn tími á að það komi lítill bloggtittur hérna, sérstaklega í ljósi þess að ég stofnaði þetta blogg í síðasta jólaprófinu sem var akkúrat bókfærsla. Núna hinsvegar er ég í lokaprófi í lögfræði, er búinn að svara ýmsu og er nokkuð sáttur, á einungis eftir að renna yfir skjalið mitt og hugsanlega lagar orðalag, sem oft á tíðum getur verið ákaflega gelgjulegt þegar ég er að flýta mér, engu að síður þá er ég nokkurnveginn búinn með þetta.

 Þetta þýðir ekkert annað en að akkúrat eftir klukkutíma þá verð ég að klára fyrsta bjórinn minn, kominn í góðan fíling og hörku fjör í kvelld þar sem próflokadjamm á sér stað. JEIJJ

Ég er svona að spá í þessu, mér finnst eins og það hafi einungis verið í þarsíðustu viku þegar ég byrjaði að kynnast þessu liði sem ég er í skóla með, og ég með mína yndislegu fordóma horfði í kringum mig og hugsaði, djí klikkað fólk ( verð eiginlega að taka það fram að áður en við vorum klár á því hvað við hétum þá vorum við komin í það að dansa eins og óðar hænur, edrú...).

Síðan þá hefur fólkið sem ég hef unnið með eiginlega undantekningalaust verið yndislegt frá a til ö, ákaflega fríkaðar persónur auðvitað með sín vandamál og undarlega kæki, en ég er einmitt áhugamaður um fólk sem þorir, getur og gerir. Og það virðist vera samnefnari um þetta fólk sem ég er búinn að vera í deild með síðustu mánuði.

Vissulega hafa einhverjir "droppað át" en það var nokkurnvegin hægt að búast við því, þeir sem eru eftir og halda áfram hér í skólanum verða í sambandi örugglega þangað til síðasta brottförin verður og þá getur maður litið afturfyrir sig og séð að þessi tími sem við deildum, í súru og sætu. Álagi sem við  höfðum aldrei kynnst, lætin vitleysan en engu að síður öll þessi yndislega skemmtun sem við erum búin að vera upplifa allan þennan tíma, hefur klárlega styrkt mig og gert mig að einhverskonar betri manni.

 

 En jæja klára þetta blessaða próf svo að ég komist nú á almennilegt fyllerí. 

Kveðja

Tóti sem er að klára Frumgreinadeildina á Bifröst.

Frumur 2008 til hamingju með árangurinn, þið eruð FOKKINGS snillar!!!

Tóti Fruma signing off....

Tóti Háskólanemi signing in... 


Heimspekikaffihúsið á bifröst

Já það sem var rætt í heimspekinni var að leita eftir tilgangi lífsins en endaði í einhverjum trúarbragðapælingum. Ég sem viss trúleysingi á erfitt með að kaupa öll þau rök sem rædd voru, þrátt fyrir það þá er það staðreynd að við lifum eftir mörgum kristnum gildum. Allir þekkja söguna af því þegar Móses kallinn rölti niður brekkuna eftir að hafa verið gefnar steintöflur sem brennandi runni lét hann vita af. Þarna voru settar reglur sem við engu að síður lifum vel flest eftir, en erfitt að fara alveg eftir því. Það eru ekkert allir sem virða föður sína og móður, oft á tíðum er erfitt að láta það eiga sig að girnast konu, mann, bíl eða velferð einhvers annars, og í raun má segja að einn mesti drifkraftur nútíma samfélags er öfund. Því oft er það öfundin sem lætur fólk gera ótrúlegustu hluti, eins og að skrá sig í nám einhverstaðar, hætta í vinnunni sinni til að geta veitt sér og sínum meira. Ég er samt alls ekki að segja að öfund sé eitthvað beinlínis jákvætt, yfirleitt er þetta vond tilfinning en flest okkar höfum upplifað eitthvað af þessum tilfinningum, þá er ég að nefna öfund, girnd og þessar vondu tilfinningar sem tíundaðar eru á töflunum frægu.

Já en það átti að ræða um tilgang lífsins og þá hvort trúin gæti verið ein af ástæðum þess, ég vil alls ekki meina það, trúin getur jú auðvitað gefið einhverja lífsfyllingu og hugsanlega svarað einhverjum spurningum sem fólk vill fá svör við, það breytir hinsvegar ekki þeirri staðreynd sem í huga mér er. Ég missti mína barnatrú fljótlega eftir 12 ára aldur, byrjaði að spyrja áleitna spurninga í kristinfræðitímum sem ég var settur í rétt fyrir fermingu. Eins og „hver getur haldið því fram að við erum öll komin undan Adam og Evu, eftir að svona ótrúlega margir vísindamenn hafa  haldið áfram að þróa þróunarkenninguna?“ og „ef Adam og Eva eru okkar frumforeldrar, hefðu ekki einhverjir ættliðir þeirra orðið vanskapaðir vegna skyldleikaræktunnar?“ .  Þungamiðja þess sem ég er í raun og veru að tala um er að kristin trú eins og flestar aðrar sem ég hef í raun alls ekki kynnt mér, en spurningin er sú að hvernig í ósköpunum er hægt að halda einhverju svona fram án þess að hafa einhver haldbær rök á reiðum höndum. Kristnir benda á Biblíuna og segja að þar er hægt að finna öll svör við öllum spurningum, ja núna ætla ég ekki að gagnrýna Biblíuna því ég hef ekki lesið hana, og að öllum líkindum mun ég ekki gera það. En svo oft kemur að þessum tímapunkti að við þurfum að ræða þetta, mín trú ef einhver er að ég vil gera líf mitt betra svo að mér prívat og persónulega geti liðið betur með mig sem persónu, og þar afleiðandi geri ég líf barna minna betra. Það er í raun minn eiginlegi megintilgangur. Ég er ekki að spá í hvort ég verði ormamatur þegar ég dey, því ef ég er trúleysingi og er samt lífhræddur þá hlýtur það að gefa okkur það að ég vil lifa mínu lífi þannig að börnin mín og framtíðar barnabörn geti talað um mig sem góðan mann sem hefur alltaf gefið mig 100%  fyrir mig og afkomendur mína. Ormar fara ekki að hræða fullkomlega trúlausan mann, því ef ormar munu éta mig þá verð ég hvort eð er dauður og þá er ekki til neitt vandamál.

Kveðja heimspekingurinn Tóti 


Nám nám nám nám....

Já skólinn er búinn að að vera hálf hektískur uppá síðastliðið, á að vera vinna í missóverkefni en einhvernvegin finn mig ekki alveg nógu vel í efninu. Hef samt áhuga á því sem ég á að vera gera en eitthvað inní höfðinu á mér er ekki alveg að kópera þessa upplýsingar sem ég á að vera sanka að mér. Það sem verra er að ég á að muna slatta af viðfangsefninu og koma því frá mér á endanum á ensku, ekki það að taugaveiklunin sem endilega enskunni að kenna, það er bara að það virðist ekki vera hægt að troða meiru inn...

En af öðru, maður verður víst að blogga um eitthvað jákvætt, ekki gengur að troða höfðinu í sandinn og fara skæla með þumalputtann uppí sér :) Já ég og Birna erum komin í nýtt húsnæði, loksins komin í tveggjaherbergja íbúð, ég kominn með vinnu hjá intrum og námið svona að enskunni undanskildri gengur þokkalega vel.

Veijj jeijj gaman beinlínis !!!

Jahérna tilgangsminnsta blogg í heimi hefur litið dagsins ljós !

 Tóti maðurinn sem bloggar mikið um ekki neitt....


Er fólki almennt ekki sama?

Ok núna er ég í raun og veru að blogga um allt annan hlut, því aðallega sem ég horfi á og hef látið mata mig á er að þarna er verið að kjósa um blökkumann eða konu. Það hefur tröllriðið fjölmiðlum um þessar "hetjur" bandaríkjanna, semsagt að það er í raun og veru smá séns á að kona eða blökkumaður komist í húsið hvíta.

Já, vei gaman gríðarlega frábært og æðislegt. Mér prívat og persónulega gæti ekki verið meira sama, auðvitað er ég litaður af skoðunum bandarískra húmorista sem gera endalaust grín af Bushinum og þar af leiðandi get ég ekki myndað mér heilstæða skoðun á honum öðruvísi en kolóðum stríðsherra. En það kemur þessu máli ekki beinlínis við. Þarna er í raun og veru verið að impra endalaust á því að þarna er KONA og BLÖKKUMAÐUR. Og ég sem ósköp venjulegur nörd sem leita mér upplýsinga allavega í 3 til 5 mínútur áður en ég mynda mér heilstæða skoðun á málefnum fólksins, þá get ég einfaldlega ekki séð þennan krítíska mun sem á að vera á þessum kandídötum.

Þannig ég spyr enn á ný.... Hverjum er ekki sama ?

 

Flame on !

Tóti 


mbl.is Obama leiðir í Kaliforníu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jújú ekki seinna vænna en að byrja aftur að henda frá sér einhverju mishugsuðu...

Hey já ég er greinilega ekki þessi gríðarlega bloggtýpa, ætlaði að fara hamförum og hafa skoðanir á hinum og þessum málefnum sem mogginn sýnir mér á hverjum degi en....

Það er ekki eins og það er búin að vera einhver gúrkutíð í fjölmiðlum, það er bara eins og ég sleppi því að æla útúr mér skoðunum, er farinn að hallast að því að ég get verið svona ógurlega hlutlaus að ég læt mig þessa hluta lítið eða bara alls ekki varða.

Hinsvegar er ég búinn að prófa vera skoða hin og þessi blogg hérna á moggablogginu og oft á tíðum finnst mér málefnaleg umræða og/eða spekúleringar bakvið fréttirnar alveg horfnar. Það sem ég er búinn að vera vitni af er, kynþáttahatur, karlrembur, kvenremba, fáfræði, athyglissýki og þröngsýni. En þetta er víst allt í auga sjáandans, og mitt segir mér að ég ætti kannski að hafa fleiri skoðanir og/eða fara einbeita mér af þokkalega vel upplýstu bloggi. En þar sem ég vil venjulega kalla mig svona hálfgerðan gaur, þá finn ég mér örugglega eitthvað annað að gera þegar þessi fyrirlestur sem ég er í lögfræði verður búinn...

 Well well toodles

 

 

Tóti Tossi 


Gleðileg Jól.

Gleðileg Jól allir sem einn !

Næsta síða »

Um bloggið

Þórarinn Ásdísarson

Höfundur

Þórarinn Guðmundsson
Þórarinn Guðmundsson
Nemi

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...pano_632061
  • ..._1_by_iqeye
  • Photo 54
  • Photo 59
  • Speglu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband